top of page

Stikkorð um ProZ Pro Bono

Meirihluti þessarar heimsíðu er á ensku, en okkur langaði að bjóða vinum okkar og viðskiptavinum um allan heim tækifæri til að kynnast verkefninu á eigin tungumáli. Síðan hér að neðan greinir frá því hvað felst í verkefninu, hverjir það eru sem taka þátt og hvað það er sem hvetur okkur. Athugaðu að þú getur líka skrifað okkur á þínu eigin tungumáli og við svörum þér á því tungumáli.

Stikkorð um ProZ Pro Bono

Hvað, hver, hvar, hvenær, hvers vegna?

Hvað?

ProZ Pro Bono er framtaksverkefni ProZ.com, sem er stærsta alþjóðlega samfélag fagfólks í þýðingum og túlkun, og er að öllu í góðgerðaskyni og án peningaflæðis. Verkefnið tengir tungumálafagfólk í sjálfboðavinnu við stofnanir sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni og einstaklinga sem þurfa á þýðingum og túlkun að halda. Með þessu verkefni greiðir ProZ.com leið fyrir alþjóðlegt tengslanet í málvísindum sem veitir jaðarhópum og þeim sem hafa minna á milli handanna aðgang að mikilvægum upplýsingum og nauðsynlegri þjónustu.​

Hver?

ProZ Pro Bono verkefnið þjónustar stofnanir um allan heim sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni til þess að þær geti náð til sem flestra í fjöltyngdum samfélögum og helgað tíma sínum og aðföngum að eigin starfi í þágu jaðarhópa. Þýðingarnar og túlkanirnar eru í höndum tungumálafagfólks sem eru skráðir meðlimir ProZ.com. Þessir einstaklingar styðja af ástríðu við starfsemi sem hefur jákvæð áhrif og bjóða því þeim sem þurfa sérfræðiþekkingu sína að kostnaðarlausu. Meðlimir ProZ.com eru styrktaraðilar.​

Hvar?

ProZ Pro Bono verkefnið starfar á heimsmælikvarða. Tungumálafagfólk og stofnanir um allan heim sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni geta tekið þátt. Verkefnið hagnýtur sér óstaðbundinn veruleika ProZ.com og tengslanet sem nær yfir landamæri. Sjálfboðaliðar geta boðið fram þjónustu sína, og ólíkir aðilar geta þegið hana, án tillits til landfræðilegrar staðsetningar.

Hvenær?

ProZ Pro Bono verkefnið er yfirstandandi og þátttaka er möguleg alla daga ársins. Tungumálafagfólk getur skráð sig sem sjálfboðaliðar hvenær sem er og stofnanir sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni og einstaklingar geta sent inn fyrirspurnir sínar hvenær sem er. Þessi sveigjanleiki gerir okkur kleift að bregðast skjótt við áríðandi fyrirspurnum.​

Hvers vegna?

ProZ Pro Bono verkefnið gegnir mikilvægu hlutverki í að brúa tungumálabilið fyrir þau sem annars geta átt í erfiðleikum með að veita eða fá aðgang að ómissandi upplýsingum og þjónustu. Þetta á samleið við grunngildi ProZ.com sem eru að hlúa að samvinnu og stuðningi í samfélagi þýðenda og túlka og að leggja sitt af mörkum til batnandi heimsmyndar á þýðingamikinn hátt. Þetta verkefni er einnig skref í átt að stærra áætlunarverki, að auka skilning, samskipti og aðgengi að upplýsingum á heimsmælikvarða.

Verkefnið er áhrifamikið framtak í nafni samúðar sem valdeflir fagfólk í málvísindum í að veita þjónustu í sjálfboðaliðastarfi og veita aðilum sem það þurfa nauðsynlega þjónustu. Sjálfboðaliðar í ProZ Pro Bono verkefninu leggja sitt af mörkum með þekkingu sinni og reynslu, ekki fyrir eigin ávinning, heldur til að láta gott af sér leiða til þeirra sem þurfa á stuðningi að halda.

Athugaðu hvort við erum komin með fastafulltrúa á Íslandi eða fyrir íslensku á fastafulltrúasíðunni!

Translated by: Kristín Rut Kristjánsdóttir

bottom of page